Vinnufundur sveitarstjórnar 22.08.2023

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar hélt vinnufund sinn að Vogi á Fellsströnd, þriðjudaginn 22. ágúst 2023.

Meirihluti aðal- og varamanna mætti á fundinn ásamt starfsfólki skrifstofu sveitarfélagsins. 

Fundurinn hófst á yfirferð Haralds Reynissonar, endurskoðanda Dalabyggðar vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2023-2024.

 

Þá fór Björn Bjarki Þorsteinsson yfir stöðu ýmissa verkefna frá kosningum og vinnufundi sveitarstjórnar í fyrra og hvaða málum væri verið að vinna í eða eru að koma til vinnslu á næstunni.

Jóhanna María Sigmundsdóttir fór svo í gegnum samþykktir um stjórn sveitarfélagsins Dalabyggðar með fundargestum, í tengslum við uppfærslu samþykkta í samræmi við auglýsingu nr. 1180/2021.

Að lokum voru umræður um önnur mál áður en fundi var slitið. 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei