Kæru íbúar!
Árlega er haldinn íbúafundur vegna verkefnisins DalaAuðs og er nú komið að því að funda í annað sinn. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 14. nóvember klukkan 17.15, í Dalabúð.
Verkefnið DalaAuður er að mörgu leyti mótað af hugmyndum íbúa og knúið áfram af grasrótarstarfi í samfélaginu. Íbúafundirnir gefa íbúum tækifæri til að koma saman og ræða verkefnið.
Verkefnisstjóri mun fara yfir framgang verkefnisins og sveitarstjóri mun fjalla um það hvernig DalaAuður hefur áhrif á áætlanir sveitarfélagsins. Að öðru leyti byggist fundurinn á umræðum og samtali íbúa. Í lok fundarins munu tveir styrkhafar Frumkvæðissjóðs DalaAuðs segja frá sínum verkefnum.
Boðið verður upp á kaffi, súpu og brauð á fundinum.
Við vonumst til að sjá ykkur flest á fundinum!
Hér má sjá drög að verkefnisáætlun sem lögð eru til umræðu á íbúafundinum: DRÖG – Verkefnisáætlun DalaAuðs – til kynningar
Dagskrá íbúafundar 2023
17.15 Ávarp. Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs.
17.20 Dalabyggð, rekstur og horfur. Hvernig tala áætlanir sveitarfélagsins inn í DalaAuð?
Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri Dalabyggðar
17.40 Verkefni DalaAuðs 2022-2023. Linda Guðmundsdóttir, Verkefnisstjóri DalaAuðs
18.00 Umræður íbúa um markmið og verkefni DalaAuðs.
18.40 Súpa og brauð í boði Dalabyggðar
19.10 Niðurstöður úr umræðum íbúa
19.30 Kynningar frá styrkhöfum
– Þóra Sigurðardóttir kynnir verkefnið Grafíkverkstæði á Nýp
– Berghildur Pálmadóttir kynnir verkefnið Áfangaheimilið á Dunki
19.50 Samantekt fundar. Linda Guðmundsdóttir, verkefnisstjóri DalaAuðs
20.00 Dagskrárlok