Framundan hjá Æskunni

DalabyggðFréttir

Göngudagur Æskunnar og töðugjaldagrill verður 28. ágúst. Þá eru fyrirhugaðar framkvæmdir við Grafarlaug.

Göngudagur Æskunnar 2010

Laugardaginn 28. ágúst mun ungmennafélagið Æskan halda sinn árlega göngudag. Gengið verður fá Kolsstöðum í Miðdölum fram Geldingadal að Kvennabrekkuseli.
Göngustjórar verða Guðmundur á Kvennabrekku og Finnur á Háafelli. Lagt verður af stað frá gamla húsinu á Kolsstöðum kl. 13 og áætlaður göngutími er um 4 klst.
Töðugjaldagrill verður síðan í Árbliki um kvöldið og verða kolin heit um hálfátta. Þar mun ungmennafélagið sjá um að kolin, en hver og einn sér um mat og drykk.
Mjög velkomið er ef einhverjir vilji fremja skemmtun fyrir grillgesti.

Grafarlaug

Góðir hlutir gerast hægt. Nú eru pípulagningamenn tilbúnir með sína hönnun og bíða eftir því að steypumót verði gerð klár. Því vantar vinnufúsar hendur til framkvæmda. Áhugasamir láti Finnbogi á Sauðafelli eða Sigurdísi í Neðri-Hundadal vita af sér.
Það sem fyrir liggur er að steypa innan í laugina; veggi sem skipta henni í 3 hólf og botninn.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei