Opið var fyrir umsóknir í Menningarmálaverkefnasjóð Dalabyggðar frá 6. desember 2023 til og með 15. janúar 2024.
Menningarmálanefnd tók umsóknir fyrir á 26. fundi sínum og var niðurstaða nefndarinnar staðfest með samþykki fundargerðar á 243. fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar.
Enn og aftur sanna Dalamenn hugmyndaauðgi og fjölbreytni menningar sem býr í samfélaginu.
Í sjóðinn bárust 7 umsóknir fyrir verkefni, samanlagt andvirði þeirra er 4.294.517 kr.- til úthlutunar voru 1.000.000 kr.- og hlutu öll verkefnin styrk.
7 verkefni hljóta styrk að þessu sinni:
– Sælukotið Árblik – Jólaball 28. desember 2024 (jólatrésskemmtun) = 80.000kr.-
– Sönghópurinn Hljómbrot – Æfingadagskrá og tónleikahald (tónlistarverkefni) = 200.000kr.-
– Héraðsskjalasafn Dalasýslu – Ættfræðigrúsk (námskeið, sögustund) = 70.000kr.-
– History up close ehf. – Námskeið í fornu handverki (námskeiðahald) = 200.000kr.-
– Skátafélagið Stígandi – Fjölskylduútilega í heimabyggð (útilega) = 200.000kr.-
– Alexandra Rut Jónsdóttir – Er líða fer að jólum 2024 (jólatónleikar, menningarviðburður) = 200.000kr.-
– Hallrún Ásgrímsdóttir – Í þá gömlu góðu daga (málverkasýning) = 50.000kr.-
Umsækjendum hefur nú verið tilkynnt um niðurstöðu úthlutunar.
Menningarmálanefnd Dalabyggðar þakkar fyrir innsendar umsóknir og hvetur íbúa til að taka þátt í verkefnum og sækja þá viðburði sem hlutu styrk í ár.
Þá hvetjum við íbúa einnig til að melta hugmyndir fyrir næstu úthlutun úr sjóðnum.