Göngudagur Æskunnar

DalabyggðFréttir

Árlegur göngudagur Æskunnar verður laugardaginn 27. ágúst. Um kvöldið verður síðan töðugjaldagrill í Árbliki.
Gengið verður fram Austurárdal í Miðdölum. Gangan hefst kl. 13 við þjóðveg 60 hjá Austurá. Leiðin er frekar stutt og lárétt og hentar því ungum sem öldnum. Þeir sem vilja lengri göngu geta gengið heim Beigaldadal og Bæjargil.
Á leiðinni er skógrækt, berjaland, fallegt stóð og að sjálfsögðu falleg náttúra. Stutt er í Grettisbæli á Suðurárdal. Með í för verð kunnugir fylgdarmenn. Allir eru velkomnir.

Um kvöldið verður ungmennafélagið Æskan síðan með sitt árlega töðugjaldagrill í Árbliki um kl. 19.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei