17. júní 2024 – 80 ára afmæli lýðveldisins & 30 ára afmæli Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

ÞJÓÐHÁTÍÐARDAGURINN
17. JÚNÍ 2024 Í DALABYGGÐ

80 ára afmæli lýðveldisins & 30 ára afmæli Dalabyggðar

Við minnum á að börn eru á ábyrgð foreldra/forráðamanna á þeim viðburðum sem verða í boði.

Kl.11:00 – Dagskrá í Nesoddahöllinni
Hestamannafélagið Glaður í samstarfi við Dalahesta verða með þrautabraut fyrir börn (hestar á staðnum). Einnig teymt undir börnum sem það vilja.
Slysavarnadeild Dalasýslu grillar pylsur fyrir gesti.

 

Kl.13:00 – Hátíðardagskrá hefst í Dalabúð
Kynnir verður Björn Bjarki Þorsteinsson, sveitarstjóri.
Skátafélagið Stígandi stendur heiðursvörð.
Oddviti sveitarstjórnar Dalabyggðar flytur hátíðarræðu.
Ávarp Fjallkonu Dalabyggðar 2024.
Guðmundur Sveinn Bæringsson flytur nokkur lög.
UDN afhendir viðurkenningu „Íþróttamaður UDN 2023“
Tilkynnt um „Dalamann ársins 2024“.
Tilkynnt um nýtt aðkomutákn við Búðardal.
Hestamannafélagið Glaður sér um veitingar fyrir gesti í boði Dalabyggðar og Nikkólína leikur nokkur lög.
Það verður einnig ljósmyndasýning úr 30 ára sögu sveitarfélagsins Dalabyggðar.

 

Kl. 14:00
Skátafélagið Stígandi stendur fyrir „Regnbogaskokki“. Hvetjum þátttakendur til að mæta í hvítum fötum/bolum til að upplifa litagleðina. Upphaf leiðarinnar er við Dalabúð og verður farin um 1,3 km leið sem endar aftur við Dalabúð. Tónlist, fjör og allir regnbogans litir munu einkenna skokkið. Hvetjum alla fjölskylduna til að mæta og taka þátt. Skokkið snýst um að eiga litríkan og skemmtilegan dag, ekki hver fer hraðast.
Slysavarnadeild Dalasýslu verða með andlitsmálningu fyrir börnin og hoppukastala fyrir yngri börnin, deildin gefur börnunum sleikjó og fána að hlaupi loknu.

 

Kl. 16:00 – Hátíðar guðsþjónusta í Hjarðarholtskirkju
Sr. Snævar Jón Andrésson fer fyrir hátíðar guðsþjónustu í Hjarðarholtskirkju.

 

Allan daginn – Dalahótel bjóða frítt í sund á 17. júní, um að gera að skella sér í Sælingsdalslaug.

 

Við hvetjum íbúa Dalabyggðar til að gera sér glaðan dag, draga fána að hún og halda upp á hann með fjölskyldu og vinum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei