Skóflustunga að íþróttamannvirkjum í Búðardal 11. júní

DalabyggðFréttir

Á 323. fundi byggðarráðs voru samþykktir samningar, annars vegar við Eykt um framkvæmd á íþróttamannvirkjum í Búðardal og hins vegar við Eflu vegna umsjónar og verkeftirlits með verkinu. Þá liggur fyrir lánsloforð frá Lánasjóði sveitarfélaga vegna fjármögnunar framkvæmdarinnar upp á 950 m.kr.-

Í tilefni af þessu verða samningar við Eykt og Eflu undirritaðir og tekin fyrsta skóflustunga að íþróttamannvirkjum í Búðardal eftir sveitarstjórnarfund á morgun, þann 11. júní kl. 18:00.

Íbúum og öðrum velunnurum er velkomið að koma og vera viðstödd þessi merku tímamót á 30 ára afmæli sveitarfélagsins. Um er að ræða stutta athöfn á tilvonandi byggingarstað milli leikskólans og Dalabúðar við Miðbraut.

 

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei