Söngur, grín og gleði. Þann 1. maí næstkomandi kl. 22.00 verða þeir félagar staddir á Bjargi og ætla að skemmta Dalamönnum eins og þeim einum er lagið.
Þessir víðförlu menn segja óformlega sögu dægurlaga og skemmtanna á Íslandi um áratuga skeið. Samanlögð reynsla þeirra á þessum miðum er um eitthundrað ár svo af nógu er að taka.
Þeir fóru saman um landið með Sumargleðinni um margra ára skeið á síðustu öld. Undanfarin ár hafa þeir verið að rifja upp gömlu góðu dagana í léttum dúr við geysigóðan orðstý og vinsældir.
Raggi er af kynslóð Presley-rokksins en Toggi (Þorgeir) af bítlakynslóð, en í samstarfi þeirra er ekkert kynslóðabil, engir stjörnustælar.
Þeir djóka (allar sögurnar eru langt frá því að vera lygasögur), þeir syngja of spila öll þessi lög sem þeir sjálfir gerðu fræg í „den“, búa til stemmingu og skemmtun sem ekki veitir af í dag.