Opinn íbúafundur Hollvinasamtaka Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Hollvinasamtök Dalabyggðar boða til opins fundar þriðjudaginn 27. apríl í Dalabúð. Fundurinn hefst kl. 20:30.
Fundurinn er öllum opinn sem áhuga hafa á málefnum sem snúa að samfélaginu í Dölum.
Fundurinn er hugsaður sem opinn vettvangur fyrir íbúa Dalabyggðar til að ræða hagsmunamál sín, m.a. væntanlegar kosningar til sveitarstjórnar.
Hvernig viljum við sjá byggðina okkar? Viljum við sjá sumarhátíðir?
Þetta er einnig kjörinn vettvangur til að koma málefnum sínum á framfæri, hvað hafa íbúar héraðsins uppá að bjóða og hverjir hafa áhuga á að takast á við málefni samfélagsins.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei