Fjallskil 2010

DalabyggðFréttir

Fjallskilanefndir hafa nú allar skilað inn fjallskilaseðlum og eru þeir allir birtir hér á vef Dalabyggðar.
Upplýsingar um fjallskil eru undir stjórnsýslu, einnig má stytta sér leið með að velja þau undir flýtileiðum til hægri á forsíðu.
Kemur þá yfirlit yfir fjallskiladeildir sveitarfélagsins. Þar er hægt að nálgast fjallskilaseðla á PDF formi, en einnig er hægt að fá örstuttan úrdrátt með því að velja nafn fjallskiladeildar. Þar er líka hægt að nálgast eldri fjallskilaseðla eins og þeir birtust á vefnum á sínum tíma.
Jafnframt er yfirlit yfir allar lögréttir í Dalabyggð. Þeir bændur sem eru tilbúnir að hafa opið hús fyrir alla sem vilja, geta að sjálfsögðu bætt heimaréttum við í atburðadagatalið.
Ábendingum, leiðréttingum, myndum og öðru því sem menn vilja koma á framfæri varðandi umfjöllum um fjallskil hér á vefnum skal komið til vefstjóra á netfangið safnamal@dalir.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei