Kómedíuleikhúsið

DalabyggðFréttir

Haustleikferð Kómedíuleikhússins hefst í Leifsbúð föstudaginn 9. september kl. 20. Sýnd verða leikritin „Jón Sigurðsson strákur að vestan“ og „Bjarni á Fönix“. Aðgangseyrir er 1.900 kr.

Jón Sigurðsson strákur að vestan

Sómi Íslands sverð og skjöldur. Frelsishetjunna Jón Sigurðsson frá Hrafnseyri þekka allir og þá einkum afrek hans í Danaveldi. En hver var Jón Sigurðsson og hvaðan kom hann? Hvað var það sem mótaði hann og gerði að öflugum talsmanni þjóðarinnar? Í þessu verki er pilturinn Jón Sigurðsson kynntur og æskuár hans á Hrafnseyri í Arnarfirði. Verkið er sérstaklega samið í tilefni af 200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar.
Höfundur/Leikari: Elfar Logi Hannesson
Búningar/Leikmunir: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Leikstjórn: Ársæll Níelsson
Sýningartími: 45 mín
Frumsýnt: 17. júní 2011 á Hrafnseyri í Arnarfirði

Bjarni á Fönix

Skipherrann Bjarni Þorlaugarson á skútunni Fönix háði frækinn bardaga við hátt í 30 Fransmenn um miðja nítjándu öld. Bardaginn stóð yfir í heila fjóra klukkutíma (að vísu tóku menn sér stutta pásu í miðjum átökum) og gekk Bjarni óskaddaður af vettvangi. Skömmu síðar fannst sjórekið lík af einum Fransmanni og voru uppi kenningar um að Bjarni hafi orðið hans bani. Mál var dómtekið og þurfti Bjarni þá að spyrja sig þeirrar samviskuspurningar: Drap ég mann eða drap ég ekki mann?

Leikari: Ársæll Níelsson
Leikmynd/búningar: Marsibil G. Kristjánsdóttir
Höfundar: Ársæll Níelsson, Elfar Logi Hannesson
Leikstjórn: Elfar Logi Hannesson
Sýningartími: 40 mínútur

Kómedíuleikhúsið

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei