Alþingiskosningar 2017

DalabyggðFréttir

Kosið verður til Alþingis laugardaginn 28. október næstkomandi. Þetta kemur fram í forsetabréfi um þingrof og almennar kosningar sem birt hefur verið á vef Stjórnartíðinda.

Kjörskrá

Viðmiðunardagur kjörskrár er 5 vikum fyrir kjördag, það er laugardagurinn 23. september. Mikilvægt er því að allar þær breytingar sem þarf að gera á skráningu lögheimilis verði gerðar fyrir lok föstudagsins 22. september. Þær lögheimilisbreytingar sem berast eftir viðmiðunardag fara ekki inn á kjörskrá.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst miðvikudaginn 20. september eða svo fljótt sem kostur er, í samræmi við XII. kafla laga um kosningar til Alþingis nr. 24/2000.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar innanlands fer fram hjá sýslumönnum um allt land, á aðalskrifstofum eða í útibúum þeirra. Þá getur sýslumaður einnig ákveðið að atkvæðagreiðsla á aðsetri embættis fari fram á sérstökum stað utan aðalskrifstofu, svo og að atkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stað í umdæmi hans. Upplýsingar um kjörstaði og afgreiðslutíma vegna atkvæðagreiðslu utan kjörfundar er hægt að finna á vefsíðu sýslumanna. Sýslumenn auglýsa hver á sínum stað hvar og hvenær atkvæðagreiðslan fer fram.
Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar erlendis fer fram á skrifstofu sendiráðs, í sendiræðisskrifstofu eða í skrifstofu kjörræðismanns samkvæmt nánari ákvörðun utanríkisráðuneytisins. Utanríkisráðuneytið getur þó ákveðið að utankjörfundaratkvæðagreiðsla fari fram á öðrum stöðum erlendis. Utanríkisráðuneytið auglýsir hvar og hvenær atkvæðagreiðsla getur farið fram erlendis.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei