Menning í landslagi

DalabyggðFréttir

Ráðstefna um byggingararf, skipulag og list í landslagi
á Bifröst 27. september 2008 kl. 13:00 til 16:00.
Menningarráð Vesturlands og Háskólinn á Bifröst halda sameiginlega ráðstefnu um byggingararfinn, skipulag, íslenska byggingarlist í dreifbýli og list í landslagi.

Ráðstefnan er öllum opin og hvetjum við alla sem hafa áhuga á menningarstarfi, skipulagsstarfi og listum að taka þátt.
Aðgangur að ráðstefnunni er ókeypis.
Fundarstjóri er Njörður Sigurjónsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskólans á Bifröst
Ráðstefnunni lýkur með umræðum sem Njörður Sigurjónsson stjórnar, þátttakendur verða nemendur í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst, nemendur í umhverfisskipulagi og skipulagsfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands, fulltrúar skipulagsnefnda sveitarfélaganna og aðrir áhugamenn um menningu á landsbyggðinni.
Nemendur Landbúnaðarháskólans sýna verkefni fyrir framan ráðstefnusalinn.
Að loknum umræðum verður farið í Jafnaskarðsskóg og notið listsýningar í skóginum og veitinga. Jafnaskarðsskógur er aðeins í nokkurra mínútna fjarlægð frá Bifröst, ekið er niður með Hreðavatni. Góð bílastæði eru í 5 mínútna göngufæri frá listsýningunni.

Dagskrá:

  • Guðrún Gunnarsdóttir varaformaður menningarráðs setur ráðstefnuna fyrir hönd Menningarráðs Vesturlands.

  • Pétur H Ármannsson, arkitekt: „Byggingararfur í sveitum landsins“.

  • Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis og fyrrverandi bæjarstjóri í Stykkishólmi: „Stykkishólmur, hvernig tókst að þróa skipulag bæjarins og vernda menningarverðmæti skipulagsins og húsanna”.

  • Kolfinna Jóhannesdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknarmiðstöð Háskólans á Bifröst: „Menningarleg áhrif breytinga á eignarhaldi jarða”.

  • Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur og lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands: „Til hvers að skipuleggja? Gæði og verðmæti góðs skipulags”.

  • Salvör Jónsdóttir, land- og skipulagsfræðingur Alta,
    frá Melaleiti Hvalfjarðarsveit: „Landslagsmenning”.

  • Þóra Sigurðardóttir, listamaður og Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur; listabændur að Nýp, Skarðsströnd,
    „Að gera gömlu húsi til góða og skapa því verkefni”.

  • Elísabet Haraldsdóttir, Menningarfulltrúi Vesturlands: Listsýning i Jafnaskarðsskógi: „Að nýta náttúruna sem sýningarstað”.
    Umræður
    • Var efni síðunnar hjálplegt?
    • Nei