Vikuna 14.-18. október verður aðalinngangur stjórnsýsluhússins í Búðardal lokaður vegna viðhaldsvinnu. Á meðan á framkvæmdum stendur við aðalinngang, verður gengið um inngang á vesturhlið, merktur lögreglu.
Sýsluskrifstofa, lögregla og bókasafn eru til hægri á fyrstu hæð. Skrifstofa Dalabyggðar, félagsþjónusta og héraðsskjalasafn eru á á annarri hæð til vinstri.
Héraðsbókasafnið verður opið kl. 13-16 þessa viku í samræmi við opnunartíma sýsluskrifstofu. En gestir á bókasafnið þurfa nú að ganga gegnum sýsluskrifstofu til að komast á safnið.