Haustfagnaður FSD 2015

DalabyggðFréttir

Árlegur haustfagnaður Félags sauðfjárbænda í Dalasýslu verður 23. – 24. október hér í Dölum.
Dagskrá hátíðarinnar er í nokkuð föstum skorðum, en þó alltaf eitthvað nýtt. Stærsta breytingin í ár er keppni um fegurstu gimbrina.
Hátíðin hefst á lambahrúta- og gimbrasýningu á Kjarlaksvöllum í Saurbæ föstudaginn 23. október kl. 12. Þar kemur úrval hrúta og gimbra norðan girðingar til sýningar.
Um kvöldið er síðan sviðaveisla, hagyrðingar og dansleikur í íþróttahúsinu á Laugum í Sælingsdal. Hagyrðingar verða Helga Guðný Kristjánsdóttir, Jón Kristjánsson, Sigurður Hansen, Þórdís Sigurbjörnsdóttir og Sigurjón Jónsson. Stjórnandi verður Hjörleifur Hjartarson. Um dansleikinn sé hljómsveitin Þórunn og Halli.
Laugardagurinn hefst síðan á Svalbarða í Miðdölum fyrir hádegi. Þar koma saman bestu lambhrútarnir og fallegustu gimbrarnar sunnan girðingar.
Eftir hádegi verður dagskrá í Nesoddahöllinni í Búðardal. Þar verður m.a. markaður, vélasýning, ullarvinnsla, veitingasala og meistaramót Íslands í rúningi.
Um kvöldið er síðan hefðbundin grillveisla í Dalabúð með verðlaunaafhendingum fyrir lambhrúta, gimbrar, 5 vetra ær og ljósmyndasamkeppni. Að grillveislu lokinni verður dansleikur með hljómsveitinni Made in sveitin.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei