Sviðaveisla flutt að Laugum.

DalabyggðFréttir

Vegna fjölda pantana á sviðaveislu FSD hefur hún verið flutt úr Dalabúð í íþróttahúsið að Laugum í Sælingsdal.
Fyrir þá sem ekki eru kunnugir staðháttum í Dölum og koma að sunnan þá eru Laugar í Sælingsdal 20 km frá Búðardal. Keyrt er gegnum Búðardal og beygt til vinstri eftir að komið er framhjá vegi 590 Klofningsvegi, rétt áður en farið er á Svínadal.
Þeir sem koma síðan að vestan þá er það fyrsti afleggjari til hægri þegar komið er af Svínadal, áður en komið er að vegi 590 Klofningsvegi.
Laugar eru vel merktar með vegskiltum við þjóðveg 60 þannig að ekki er ástæða til að villast á þessari leið. Og eftir að komið er á réttan afleggjara eiga Laugar ekki að fara framhjá neinum.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei