Menningarráð Vesturlands

DalabyggðFréttir

Menningarráð Vesturlands auglýsir nú styrki fyrir árið 2012. Umsóknareyðublöð og upplýsingar er að finna á heimasíðu ráðsins. Umsóknarfrestur er til 10. desember 2011.

Styrkir komandi árs eru á grunni samnings sveitarfélaga á Vesturlandi, mennta- og menningarráðuneytis og iðnaðarráðuneytis um menningarmál. Með samningnum er styrkveitingum ríkis og sveitarfélaga til menningarstarfs beint í einn farveg til að efla slíkt starf á Vesturlandi og gera það sem sýnilegast.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, félagasamtök, fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Vesturlandi. Umsóknir eru rafrænar á heimasíðu Menningarráðs Vesturlands undir liðnum styrkveitingar.
Menningarráð Vesturlands hefur ákveðið að árið 2012 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða.
· Verkefni sem hafa skapað sér sérstöðu og efla samstarf í menningarlífi á Vesturlandi.
· Verkefni sem efla skapandi greinar sem sjálfstæðan atvinnuveg.
· Verkefni sem stuðla að listrænu samstarfi og auka fjölbreytileika í menningartengdri ferðaþjónustu.
· Verkefni sem stuðla að því að listamenn af Vesturlandi sýni afrakstur starfa sinna á Vesturlandi.
· Verkefni sem leiða til samstarfs við önnur lönd á menningarsviðinu.
Styrkþegar frá síðasta ári þurfa að vera búnir að senda inn lokaskýrslu 15. desember samkvæmt samningi til þess að geta sótt um annan styrk fyrir árið 2012.
Starfsmaður Menningarráðs Vesturlands, Elísabet Haraldsdóttir, veitir fúslega allar upplýsingar í síma 433 2313 einnig er hægt að senda tölvupóst.
Dalamenn eru hvattir til þess að sækja um styrki til Menningarráðs Vesturlands og auðga þannig menningarlíf hér.

Menningarráð Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei