Völuspá og Prumphóllinn

DalabyggðFréttir

Foreldrafélag Auðarskóla stendur fyrir tveimur leiksýningum frá Möguleikhúsinu sem sýndar verða í Dalabúð. Sýningar eru á skólatíma svo allir nemendur eiga kost á að sjá þær.

Fyrri sýningin er Völuspá eftir Þórarinn Eldjárn og er ætluð 6. – 10. bekk. Hún verður sýnd föstudaginn 18. nóvember kl. 11. Völuspá Þórarins byggir á hinni fornu Völuspá og veitir sýn inn í hugmyndaheim heiðinnar goðafræði. Þar segir m.a. frá fróðleiksfýsn Óðins, græðgi í skáldamjöðinn, forvitni hans um nútíð og framtíð, Fenrisúlfi, Baldri, Loka, Hugin og Munin og ótal fleiri persónum.
Síðari sýningin er Prumphóllinn eftir Þorvald Þorsteinsson og er ætluð 1. – 5. bekk grunnskólans og börnum á leikskólaaldri. Sú sýning verður þriðjudaginn 22. nóvember kl. 14. Prumpuhóllinn fjallar um Huldu sem er nýflutt úr borginni og upp í sveit. Þegar hún fer í feluleik með Halla bróður sínum villist hún og ratar ekki heim. Henni líst ekkert umhverfið þar sem allt er framandi. Við sérkennilegan hól hittir hún Steina, kátan tröllastrák.
Aðgangur er ókeypis. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir.

Möguleikhúsið

Foreldrafélag Auðarskóla

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei