Leikklúbbur Laxdæla

DalabyggðFréttir

Leikklúbbur Laxdæla varð 40 ár fyrr á þessu ári. Af því tilefni stendur félagið fyrir dagskrá frá föstudegi til mánudags. Leiksýning, opið hús, skemmtun og dansleikur.
Leikklúbbur Laxdæla verður með opið hús í híbýlum félagsins í Dalabúð laugardaginn 10. nóvember kl. 14-17. Þar verður myndasýning, hægt verður að skoða leikmuni, búninga og fleira. Og að sjálfsögðu kaffi á könnunni.
Á laugardagskvöldið kl. 21 stendur leikklúbburinn síðan fyrir skemmtun með listamönnum úr Dölum, léttum veitingum og dansleik með Sniglabandinu í Dalabúð. Aðgangseyrir er 3.500 kr á skemmtun og dansleik, en 2.500 kr á dansleikinn. Aldurstakmark er 16 ár.
Laugardaginn 15. maí 1971 frumsýndi Leikklúbbur Laxdæla fyrsta verk sitt „Skóarakonuna dæmalausu“ eftir spænska skáldið Frederico Garcia Lorca. Nú hefur leikklúbburinn sett verkið upp aftur og frumsýning verður á föstudagskvöldið.
Gamanleikurinn Skóarakonan dæmalausa fjallar um eiginkonu skóarans og stríð hennar við eiginmann, nágranna og oddvita. En á sama tíma heillar hún yngri karlpeninginn.Leikstjóri er Margrét Ákadóttir.
Frumsýning verður föstudaginn 18. nóvember kl. 20. Önnur sýning sunnudaginn 20. nóvember kl. 16 og þriðja sýning mánudaginn 21. nóvember kl. 20. Miðinn kostar 2.500 kr, en 2.000 kr fyrir ellilífeyrisþega og börn yngri en 12 ára.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei