Folaldasýning

DalabyggðFréttir

Á laugardaginn stóð Hrossaræktarsamband Dalamanna fyrir folaldasýningu í Nesoddahöllinni. Góð mæting var bæði af folöldum og áhorfendum. Sýnd voru 19 folöld, 13 hestfolöld og 6 merarfolöld.

Hestfolöld

1.

Ónefndur frá Hóli í Hörðudal. Móvindóttur.

Eigandi og ræktandi: Guðmundur Guðbrandsson á Hóli.
F. Stefnir frá Búðardal. M. Gjósta frá Hóli.

2. Fjarki frá Vatni. Bleikblesóttur.

Ræktandi: Sigurður Jökulsson á Vatni.
Eigandi: Jóhanna Sigrún Árnadóttir á Stóra-Vatnshorni.
F. Njáll frá Friðheimum. M. Kolka frá Langafossi.

3. Ónefndur frá Spágilsstöðum. Rauðtvístjörnóttur.

Ræktendur og eigendur: Ingibjörg Eyþórsdóttir og Gísli Þórðarson á Spágilsstöðum.
F. Toppur frá Auðholtshjáleigu. M. Þerna frá Spágilsstöðum.

Merarfolöld

1. Urð frá Blönduhlíð. Jarpvindótt, stjörnótt.

Eigandi/ræktandi Ásgeir Salberg Jónsson.
F. Stefnir frá Búðardal. M. Skriða frá Ytra-Vallholti.

2. Vildís frá Vatni. Rauðstjörnótt.

Eigendur og ræktendur: Sigurður og Jörundur Jökulssynir á Vatni.
F. Stimpill frá Vatni. M. Sameind frá Vatni.

3. Begga frá Vatni. Brún

Eigandi og ræktandi: Sigurður Jökulsson á Vatni
F. Abel frá Eskiholti. M. Hildur frá Vatni.

Áhorfendur völdu Urð frá Blönduhlíð sem folald sýningarinnar.

Myndir frá folaldasýningu

Krístín Ólafsdóttir á Leikskálum tók myndirnar
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei