Verslunarfélag Dalasýslu

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 29. nóvember kl. 15 verður sagt frá Verslunarfélagi Dalasýslu í sögustund á Byggðasafni Dalamanna á Laugum í Sælingsdal.
Verslunarfélag Dalasýslu var stofnað í Hjarðarholti 23. júlí 1886. Torfi Bjarnason í Ólafsdal var forkólfur að stofnun félagsins og fyrsti formaður þess.
Verslunarfélagið starfaði alla tíð sem pöntunarfélag og rak aldrei verslun. Bændur fluttu út lifandi sauði og annað geldfé, hross, ull og fleira og keyptu svo erlenda vöru fyrir.
Auk Dalasýslu náði félagið yfir Austur-Barðastrandarsýslu vestur í Gufudalssveit, Standasýslu, Vestur-Húnavatnssýslu austur í Þverárhrepp, um Snæfellsnes norðanvert og suður í Miklaholtshrepp.
Verslunarfélag Dalasýslu starfaði í um 20 ár og upp úr því urðu kaupfélögin á þessu svæði til.
Allir eru velkomnir á safnið. Aðgangseyrir er 500 kr og kaffi á könnunni.

Byggðasafn Dalamanna – fb

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei