Jólalagakeppni Rásar 2

DalabyggðFréttir

Jólalagakeppni Rásar 2 fer nú fram í níunda sinn og hefur dómnefnd valið 10 lög sem keppa til úrslita. Eitt þessarra laga kemur héðan úr Dölunum.
Texta- og lagahöfundur „Afa í skóinn“ er Þorgrímur bóndi á Erpsstöðum og flytjandi er Íris systir hans.
Dagana 7.-14. desember munu lögin hljóma á Rás 2 milli klukkan 9 og 16. Einnig eru þau aðgengileg á vef RÚV og þar geta áhugasamir kosið sitt uppáhaldslag.
Fimmtudaginn 15. desember verður svo tilkynnt hvaða lag fær þann heiður að vera útnefnt Jólalag Rásar 2 árið 2011.

Jólalagakeppni Rásar 2

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei