Tómstundabæklingur vor 2012

DalabyggðFréttir

Nú er komið að útgáfu tómstundabæklings fyrir vor 2012 í Dalabyggð. Það kostar ekkert að vera með en er til mikillar hagræðingar fyrir foreldra og þátttakendur að hafa allt framboð á námskeiðum og viðburðum á einum stað.
Þeir sem vilja auglýsa námskeið og/eða atburð geta sent haft samband við Svölu Svavarsdóttir í síma 861 4466 eða á netfangið budardalur @ simnet.is.
Skilafrestur er fram á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember.
Eftirfarandi þarf að koma fram:

1.

Heiti námskeiðs / viðburðar

2.

Stutt lýsing á námskeiði / viðburðar

3.

Heiti kennara / þjálfara

4.

Staðsetning námskeiðs / viðburðar

5.

Tímabil námskeiðs / viðburðar (1. janúar–15. apríl)

6.

Vikudagar sem námskeið fer fram (mánudagar, þriðjudagar o.s.frv.)

7.

Tímasetningar (16:00–17:00)

8.

Verð fyrir þátttöku á námskeiði / viðburði

9.

Upplýsingar um skráningar á námskeið / viðburð.

10.

Ef námskeið inniheldur helgarviðburði (t.d. ferðalög, ferðir á mót, mótahald o.s.frv.) væri gott að fá þær dagsetningar líka.

11.

Æskilegt er að senda mynd með.

Ef námskeið eða viðburðir hjá aldurshópum skarast í tíma munu viðkomandi vera látnir vita og reynt að finna aðrar tímasetningar.
Engin ástæða er að bíða fram á föstudag að skila inn upplýsingum ef þær eru tilbúnar. Bæklingurinn er unninn jafnóðum og því fyrr sem upplýsingar berast þeim mun fyrr verður hann tilbúinn.
Hægt er að skoða tómstundabækling haustið 2011 hér á vef Dalabyggðar.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei