Þrif í Dalabúð

DalabyggðFréttir

Dalabyggð óskar eftir félagasamtökum eða einstaklingum til að taka að sér að þrífa Dalabúð eftir stærri viðburði, t.d. þorrablót ofl.

Þrifin felast í að skúra gólf og þrífa salerni. Vinnan þarf að jafnaði að fara fram næsta dag eftir samkomu og vera lokið áður en skólahald hefst.

Fyrir verkið eru greiddar 50.000 kr. í verktakagreiðslu fyrir hvert skipti. Gera má ráð fyrir að um sé að ræða 2 – 4 tilvik á ári.
Áhugasamir hafi samband við sveitarstjóra á skrifstofu Dalabyggðar, í síma 430 4700 eða með tölvupósti sveitarstjori@dalir.is fyrir 19. janúar næstkomandi.
Þeir sem leigja húsið (t.d. þorrablótsnefnd) skulu grófþrífa eins og fram kemur í leigusamningi:
Leigutaki annast sjálfur alla uppröðun og frágang. Eftir viðburð skal þurrka af borðum, raða upp borðum og stólum og sópa eða ryksuga gólf. Sé eldhús leigt með skal leigutaki þvo upp, þrífa og ganga frá öllum eldhús- og borðbúnaði sem notaður var (eldavél, ofn, kælir, leirtau, hnífapör ofl.), þ.e. skilar húsinu eins og hann tók við því. Ekki þarf skúra gólf né þrífa salerni. Uppröðun á borðum og stólum skal vera eins og komið er að húsinu, nema um annað sé samið við húsvörð. Leigjendur fjarlægja sorp úr húsinu, hreinsa rusl utandyra og koma öllu rusli í næsta gám.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei