Fasteignagjöld 2013

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda er nú lokið og er útgáfa álagningar- og greiðsluseðla rafræn á sama hátt og árið 2012.

Innheimta

Fasteignagjöldin verða innheimt með rafrænum greiðsluseðlum sem hægt er að greiða í netbanka. Reikningana er hægt að skoða á íbúagátt. Gjaldendum er bent á þann möguleika að láta viðskiptabanka sinn sjá um beingreiðslur á fasteignagjöldum.
Fjöldi gjalddaga er almennt 6. Sá fyrsti 5. febrúar og sá síðasti 5. júlí. Ef heildargjöld greiðanda eru undir kr. 12.000 þá er einungis einn gjalddagi, 5. apríl.
Veittur er 5% staðgreiðsluafsláttur séu öll gjöld greidd í síðasta lagi 15. febrúar.
Nánari upplýsingar um staðgreiðsluafslátt, bankarreikning og innheimtu veitir Ingibjörg Jóhannsdóttir bókari í síma 430 4700 kl. 9-13. Einnig má senda fyrirspurn á netfangið ingibjorgjo@dalir.is.
Eindagi fasteignagjalda er 30 dögum eftir gjalddaga. Ef fasteignagjöldin eru ennþá ógreidd mánuði eftir eindaga verða þau send í innheimtu.

Álagning

Álagningarseðla fasteignagjalda má nálgast rafrænt (pdf-skjöl) á þjónustusíðu opinberra aðila, www.island.is. Íbúar 67 ára og eldri fá þá senda í pósti og einnig þeir sem þess óska sérstaklega.
Aðgangur að Island.is er kennitala viðkomandi og aðalveflykill ríkisskattstjóra eða rafræn skilríki. Nánari upplýsingar og aðstoð má fá á skrifstofu Dalabyggðar kl. 10-14, í síma 430 4700 kl. 9-13 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið dalir@dalir.is.
Álagður fasteignaskattur er

a)

0,50% af álagningarstofni íbúðarhúsa, útihúsa og sumarbústaða ásamt lóðarleiguréttindum og jarðeigna.

b)

1,32% af álagningarstofni opinbers húsnæðis.

c)

1,50% af álagningarstofni allra annarra fasteigna og lóða.

Lóðaleiga er reiknuð af fasteignamati lóða, 1,70% á íbúðarhúsnæði og 2,00% á atvinnuhúsnæði.
Afsláttur ellilífeyrisþega og öryrkja
Elli- og örorkulífeyrisþegar, með lögheimili og búsetu í Dalabyggð, njóta afsláttar af fasteignaskatti og holræsagjaldi sem lagt er á íbúðarhúsnæði í eigu viðkomandi enda hafi hann þar búsetu. Afslátturinn er tekjutengdur og viðmiðanir má finna í gjaldskrá (Skattframtal 2012, tekjur 2011).
Við ákvörðun afsláttar skulu notaðar eftirfarandi viðmiðanir:

Einstaklingar

Hjón / sambýlisfólk

Tekjur allt að

Afsláttur

Tekjur allt að

Afsláttur

2.102.000 kr

100%

3.468.300 kr

100%

2.312.200 kr

75%

3.815.130 kr

75%

2.522.400 kr

50%

4.161.960 kr

50%

2.732.600 kr

25%

4.508.790 kr

25%

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei