Söngfélagið Vorboðinn er að hefja nýtt starfsár og því góður tími til byrja í kórnum.
Söngfélagið Vorboðinn var formlega stofnað í janúar 1948 og hefur starfað síðan með smávægilegum hléum. Kórinn hefur sungið við ýmis tækifæri, en meðal fastra liða eru jólatónleikar í Breiðabólstaðarkirkju á Skógarströnd.
Nýir söngglaðir félagar eru velkomnir í félagið. Áhugasamir hafi samband við Jófríði Önnu í síma 868 8362 eða Gunnhildi í síma 866 6915.