Uppbyggingasjóður Vesturlands

DalabyggðFréttir

Uppbyggingasjóður Vesturlands veitir styrki í eftirfarandi verkefni.
1) Styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar
2) Verkefnastyrkir á sviði menningar
3) Stofn- og rekstrarstyrkir menningarmála
Styrkjum til menningarmála er úthlutað einu sinni á ári (liðir 2 og 3). Upplýsingar veitir Elísabet Haraldsdóttir í síma 433-2312 eða 892-5290. Nnetfang: menning@vesturland.is.
Styrkjum til atvinnuþróunar og nýsköpunar (liður 1) er úthlutað tvisvar á ári, núna og í haust. Upplýsingar veitir Ólafur Sveinsson í síma 433-2312 eða 892-3208. Nnetfang: olisv@ssv.is.
Frestur til að skila umsóknum er til 15. febrúar 2016.
Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi www.ssv.is, er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar.

Uppbyggingasjóður Vesturlands

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei