Íbúaþing 2011

DalabyggðFréttir

Efni og niðurstöður íbúaþings hafa nú verið birtar á vefnum dalabyggd.alta.is, einnig má finna slóðina með því að fara efst í flýtileiðir hér til hægri.
Laugardaginn 15. janúar bauð sveitarstjórn til íbúafundar til að fá fram sjónarmið og afstöðu íbúa. Efni og niðurstöður fundarins mun sveitarstjórn svo nýta í vinnu sinni við mótun stefnu og áherslna sveitarstjórnar.
Í fyrri hluta íbúaþingsins var rædd spurningin: Hvaða lífsgæði þarf helst að verja í Dalabyggð og hvar er ástæða til að sækja fram?
Í síðari hluta var í tveimur vinnustofum rætt um menningu, samfélag og velferð annars vegar og umhverfi og atvinnu hins vegar.
Dalamönnum nær og fær sem ekki höfðu tök á að taka þátt í íbúaþinginu er velkomið að senda sjónarmið sem þeir kunna að hafa varðandi umræðuefni málþingsins á netfangið sveitarstjori@dalir.is. Sjónarmið sem kunna að berast með þessum hætti verða tekin með til skoðunar við nánari úrvinnslu sveitarstjórnar á niðurstöðum þingsins.
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei