Leikskóladeild Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Í hverri viku hittast nemendur í 1. bekk í grunnskóla og skólahópur leikskólans í skemmtilegum verkefnum.

Undanfarið hafa börnin verið að vinna að kubbaþema með einingakubbum, prisma, kapla- og legokubbum.
Áhersla er lögð á stærðfræði í samvinnunni og tölur og skráningu þeirra. Einnig hefur verið unnið með plúsheiti talnanna 5 og 10 og 15.
Margir eru orðnir býsna góðir og gaman er að fylgjast með því þegar eldri kenna sér yngri.
Kveðja úr leikskóladeild Auðarskóla
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei