Söngdagar að Laugum í Sælingsdal

DalabyggðFréttir

Föstudaginn 25. febrúar og laugardaginn 26. febrúar verða haldnir söngdagar að Laugum í Sælingsdal.
Áætlað er að byrja kl. 18 stundvíslega og syngja til kl. 22 á föstudeginum. Á laugardeginum hefjast söngæfingar kl. 10 og sungið verður til kl. 18.
Markmiðið með sönghelginni er að sameinast í söng og hafa gaman saman. Ráðgert er að sönghópurinn komi svo fram á Jörfagleði á tónlistardeginum 17. apríl.
Að þessu sinni munu Bjartur Logi Guðnason organisti Bessastaðasóknar og Jóhanna Ósk Valsdóttir söngkona koma til með að leiðbeina þátttakendum og sjá um undirleik.
Við hvetjum alla áhugasama að koma og taka þátt, þó svo að þeir sjái sér ekki fært að mæta oftar en í þetta eina skipti. Næsta sönghelgi verður 18.-19. mars.
Kostnaði verður haldið í algjöru lágmarki og fer eftir fjölda. Vinsamlegast skráið ykkur hjá Írisi eða Herdísi. Hlökkum til að sjá ykkur!
Íris Björg, sími 699 6171, netfang irisbjorg@audarskoli.is
Herdís, sími 695 0317, netfang herdis@audarskoli.is

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei