Jóhann Pálmason glímuþjálfari Glímufélags Dalamanna fór með 12 krakka á grunnskólamót og Íslandsglímuna sem var á Reyðarfirði laugardaginn 2. apríl. Dalamenn náðu góðum árangri á mótinu eins og sjá má hér á eftir.
Grunnskólamótið
|
|
|
|
|
Guðbjartur Rúnar Magnússon og Sunna Björk Karlsdóttir náðu bæði meistaratitlum í sínum flokki, þ.e. þau eru hvort um sig grunnskólameistarar í 9. bekk.
Kristinn Helgi Bogason var í 3. sæti í 10. bekk, Matthías Karl Karlsson var í 2. sæti í 6. bekk Aðrir þátttakendur stóðu sig að sjálfsögðu mjög vel þrátt fyrir að hafa ekki náð verðlaunasæti.
Sveitaglíman
Einar Björn Þorgrímsson, Guðmundur Kári Þorgrímsson og Matthías Karl Karlsson náðu 2. sæti í flokki 11-12 ára í sveitaglímunni.
Angantýr Ernir Guðmundsson, Guðbjartur Rúnar Magnússon, Guðlaugur Týr Vilhjálmsson, Hafþór Sævar Bjarnason og Kristinn Helgi Bogason náðu 2. sæti í flokki 15-16 ára í sveitaglímunni.
Íslandsglíman
Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir var í 2. sæti.