Páskagleðin

DalabyggðFréttir

Móðir/faðir hvar er barnið þitt? Hugleiðing í aðdraganda páskanna.
Íslenskar kannanir sýna að börn og unglingar/ungmenni vilja verja meiri tíma með foreldrum sínum en þau gera. Samverustundir fjölskyldna eru dýrmætar og hvetja unga fólkið til heilbrigðara lífernis.
Verum samstíga um að gera páskana að hátíð þar sem fjölskyldan skemmtir sér saman. Með því sjáum við til þess að börnin okkar eigi góðar og jákvæðar minningar.
Mikilvægt er að virða útivistarreglur, standa saman gegn eftirlitslausum unglingapartýum og vera í góðu sambandi við foreldra annarra barna og ungmenna.
Þá er gott að hafa í huga niðurstöður rannsókna sem sýna að með því að foreldrar útvegi börnum sínum áfengi þá eykst áfengisneysla þeirra, auk þess sem það getur ýtt undir að vinir barnanna drekki einnig áfengi.
Allt of margir unglingar hafa lent í aðstæðum sem þeir réðu ekki við t.d. í sumarbústaðnum.
Með samstilltu átaki geta foreldrar gert páskana að frábærri fjölskylduhátíð.
Gleðilega páska.
Félagsþjónustan
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei