Árleg firmakeppni Hestaeigendafélagsins í Búðardal verður haldin á sumardaginn fyrsta, fimmtudaginn 24. apríl á reiðvellinum í Búðardal kl. 13.
Dagskráin hefst með hópreið frá hesthúsahvefinu á reiðvöllinn. Keppt verður í polla- (teymt undir), barna-, unglinga-, kvenna- og karlaflokkum. Skráningar eru á staðnum.
Undanfarin ár hefur yngri kynslóðin verið sérstaklega dugleg að mæta til keppni í búningum og búin að skreyta hestana sína.