Milli 50 og 60 manns tóku þátt í firmakeppni Hesteigendafélags Búðardals á sumardaginn fyrsta.
Börn á reiðnámskeiðum hjá Glað voru síðan með glæsilega reiðsýningu.
Skjöldur Orri Skjaldarson stýrði keppninni. Dómarar voru Freyja Ólafsdóttir og Herdís Erna Gunnarsdóttir. Í nefndinni voru Gunnar Örn Svavarsson, Skjöldur Orri Skjaldarson, Svala Svavarsdóttir og Þórður Ingólfsson.
Fjöldi fyrirtækja og annara velunnara styrktu framtakið og eiga þakkir skyldar.
Í pollaflokki voru 14 keppendur og allir unnu !
Í barnaflokki voru 13 keppendur, efstar voru:
1. |
Þóranna Hlíf Gilbertsdóttir |
Baldur B. frá Búðardal |
Rjómabúið Erpsstöðum |
2. |
Elísa Katrín Guðmundsdóttir |
Birta frá Sælingsdal |
Gnýr frá Svarfhóli |
3. |
Alda Karen Antonsdóttir |
Fumi frá Engihlíð |
Dalafrakt ehf. |
Í unglingaflokki voru 3 keppendur sem röðuðust eftirfarandi.
1. |
Signý H. Friðjónsdóttir |
Lýsingur frá Kílhrauni |
Stimpill frá Vatni |
2. |
Hlynur S. Sæmundsson |
Skjóni frá Stapa |
Samkaup |
3. |
Aldís Guðmundsdóttir |
Gráskjóna frá Sælingsdal |
Stéttarfélag Vesturlands |
Í kvennaflokki voru 15 keppendur, efstar voru:
1. |
Svanborg Þ. Einarsdóttir |
Emma frá Gillastöðum |
Arion banki |
2. |
Drífa Friðgeirsdóttir |
Tígulstjarna frá Bakka |
Gilbert Elísson |
3. |
Málfríður Mjöll Finnsdóttir |
Sprettur frá Tjarnarlandi |
Spágilsstaðir |
Í karlaflokki voru 7 keppendur, efstir voru:
1. |
Sigurður Hrafn Jökulsson |
Gloría frá Vatni |
Flathólmi-Bryndís K. |
2. |
Valberg Sigfússon |
Vingull frá Hestheimum |
Rafsel |
3. |
Unnsteinn Kr. Hermannsson |
Sóldís frá Leiðólfsstöðum |
Veiðifélag Laxdæla |
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Glaðs