Opið hús Össu í Vogalandi

DalabyggðFréttir

Handverksfélagið Assa mun, eins og undanfarna vetur, verða með opið hús í Vogalandi annað hvert miðvikudagskvöld kl. 20. Fram að áramótum verður opið hús 29. ágúst, 12. og 26. september, 10. og 24. október, 7. og 21. nóvember og 5. desember. Allir vinir og velunnarar félagsins eru velkomnir, en ekki er þörf á að vera skráður í félagið til að …

Strætó í Búðardal

DalabyggðFréttir

Frá og með sunnudeginum 2. september mun ný leið taka gildi hjá Strætó. Leið 59 mun fara Mjódd – Borgarnes – Búðardalur – Hólmavík/Reykhólar. Ferðir munu verða alla daga vikunnar nema laugardaga. Nánari upplýsingar um leiðina munu birtast á heimasíðu Strætó bs. Upplýsingabæklingur Strætó Strætó.is

Tómstundabæklingur

DalabyggðFréttir

Til stendur að gefa út tómstundabækling fyrir haustið 2012 í Dalabyggð. Þar verða kynntar þær tómstundir sem standa til boða fyrir börn og fullorðna í sveitarfélaginu. Allir þeir sem vilja kynna námskeið eða viðburði eru hvattir til að senda inn upplýsingar þannig að íbúar geti nálgast upplýsingarnar á einum stað. Hægt verður að nálgast tómstundabæklinginn á heimasíðu Dalabyggðar þegar hann …

Röðulshátíð

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 25. ágúst verður opið hús í samkomuhúsinu Röðli á Skarðsströnd kl. 14–19. Samkomuhúsið Röðull var byggt á árunum 1942-1944 af Ungmennafélaginu Vöku á Skarðsströnd. Þar voru haldnar fjölbreyttar skemmtanir og dansleikir á árum áður, þar á meðal víðfræg réttarböll. Kaffi, kökur og grillaðar pylsur verða í boði fyrir gesti á meðan birgðir endast. Handverk, krydd, sultur og fleiri heimagerðar …

Rökkurtónleikar í Skarðskirkju

DalabyggðFréttir

Rökkurtónleikar verða haldnir í Skarðskirkju á Skarðsströnd laugardaginn 25. ágúst, kl. 20. Hljómsveitin Stofubandið leikur dægurlagatónlist frá ýmsum tímum. Ókeypis er á tónleikana og allir velkomnir. Tónleikarnir eru styrktir af Menningarráði Vesturlands.

Sápur – sápugerð – ilmolíur

DalabyggðFréttir

Sunnudaginn 26. ágúst stendur Ólafsdalsfélagið fyrir námskeiðinu „Sápur – sápugerð – ilmolíur“ kl. 14 í félagsheimilinu Tjarnarlundi í Saurbæ. Leiðbeinandi verður Anna Sigríður Gunnarsdóttir. Námskeiðsgjald er 6.700 kr. Skráning á námskeiðin er á netfangið olafsdalur@gmail.com. Skrá þarf nafn, kennitölu, fullt heimilisfang, síma og netfang. Nánari upplýsingar um öll námskeiðin má finna á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins og í síma 896 1930.

Sveitarstjórnarfundur

DalabyggðFréttir

90. fundur sveitarstjórnar verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal, þriðjudaginn 21. ágúst 2012 og hefst kl. 17. Dagskrá Almenn mál 1. Sælingsdalstunga – ósk um nýjan leigusamning Almenn mál – umsagnir og vísanir 2. Aðalfundur SSV 2012 Fundargerðir til staðfestingar 3. Byggðarráð Dalabyggðar – 110 4. Byggðarráð Dalabyggðar – 111 5. Byggðarráð Dalabyggðar – 112 5.1. Ágangur sauðfjár 5.2. Brekka …

Fyrirlestur að Nýp

DalabyggðFréttir

Fyrirlestur verður að Nýp á Skarðsströnd sunnudaginn 19. ágúst kl 14. Þar mun dr. Einar G. Pétursson mun fjalla um Guðbrand Vigfússon (1827-1889) frá Litla-Galtardal á Fellsströnd. Guðbrandur Vigfússon (1827-1889) var málfræðingur og textafræðingur. Hann var einn af fremstu norrænufræðingum 19. aldar og starfaði lengst í Oxford á Englandi. Erindið verður um Guðbrand, ættir hans, uppvöxt, námsferil og ritsstörf. Guðbrandur …

Harmonikkutónar í Árbliki

DalabyggðFréttir

Samband íslenskra harmonikuunnenda heldur útileguhátíð í Árbliki helgina 17.-19. ágúst þar sem verða dansleikir og tónleikar. Fyrri dansleikurinn verður á föstudagskvöld kl. 21:30 og þeir síðari á laugardagskvöld á sama tíma. Þar verður spiluð fjölbreytt harmonikkutónlist með úrvals harmonikkuleikurum. Á laugardag verða tónleikar kl. 14 og kaffisala að tónleikum loknum. Allir eru velkomnir á dansleikina og tónleikana.

Sölvafjara og sushi

DalabyggðFréttir

Laugardaginn 18. ágúst verður námskeiðið „Sölvafjara og sushi“ í Tjarnarlundi kl. 15. Leiðbeinendur verða Rúnar Marvinsson kokkur og Dominique Pledel frá Slowfood Reykjavík. Þar þarf að skrá heiti námskeiðs, nafn, kennitölu, heimilisfang, síma og netfang. Námskeiðsgjald er 8.700 kr. Nánari upplýsingar um öll námskeiðin eru á heimasíðu Ólafsdalsfélagsins og í síma 896 1930