Að gefnu tilefni er landeigendum og öðrum sem hyggja á jarðrask nærri ljósleiðara Dalaveitna bent á leiðbeiningar um verklag sem hefur verið sett inn á undirsíðu veitunnar. Viðgerð á skemmdum ljósleiðara er kostnaðarsöm og veldur truflunum fyrir notendur kerfisins. Með samráði við fulltrúa Dalaveitna er hægt að koma í veg fyrir slíkt og sé öllum leiðbeiningum fylgt er framkvæmdaraðili ekki …
Rotþróahreinsun 2021
Í Dalabyggð eru rotþrær hreinsaðar á þriggja ára fresti. Í ár, 2021, mun hreinsun fara fram í Laxárdal, Saurbæ og Skarðsströnd og hefst verkið 28. júní, áætlað er að því ljúki á tveimur vikum. Kostnaður við rotþróahreinsun er innheimtur með fasteignagjöldum. Dalabyggð vill brýna fyrir fólki að hafa allt klárt fyrir rotþróahreinsun s.s. gæta að merkingum rotþróa t.d. með veifum …
Timbur- og járnagámar í dreifbýli
Timbur- og járnagámar verða aðgengilegir í dreifbýli Dalabyggðar, viku í senn, eins og síðustu ár. Gámarnir verða settir á hvern stað á fimmtudegi og munu standa í um viku þar til þeir verða færður á næsta stað fimmtudeginum á eftir. Tímsetningar og staðsetning gáma: frá til Svæði Staðsetning 24.jún 30.jún Skógarströnd Straumur 24.jún 30.jún Skógarströnd Bíldhóll 24.jún 30.jún Hörðudalur Blönduhlíð …
Dalaveitur – rof í Miðdölum vegna viðgerðar
Þriðjudaginn 25. maí fer fram viðgerð á dreifikerfi Dalaveitna. Meðan á viðgerð stendur verður netlaust hjá notendum í stærstum hluta Miðdala frá og með Kvennabrekkur, til og með Hundadals. Þar á meðal er fjarskiptamastrið á Sauðafelli og verður því takmarkað GSM-samband við Sauðafelli og suður á Bröttubrekku. Mastrið verður tengt sem fyrst þannig að símasamband komist á sem fyrst. Samband …
Tunnustöðvar, verðkönnun – breyttur skilafrestur
Dalabyggð auglýsti í síðustu viku verðkönnun vegna smíði og uppsetningu á tunnustöðvum víðsvegar í dreifibýli sveitarfélagsins (sjá hér). Breyting á netfangi til að fá send gögn: kristjan@dalir.is. Skilafresti tilboða hefur verið seinkað til þriðjudagsins 25. maí n.k. kl. 12. Tilboðum skal skila á skrifstofu Dalabyggðar eða í tölvupósti á kristjan@dalir.is og verða opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska …
Unnið að viðgerð á bilun í vatnsveitu
Um helgina kom upp leki í kaldavatnslögn við Sunnubraut. Unnið verður að viðgerð í dag, mánudaginn 22. mars, og má búast við truflunum í norður hluta Búðardals (frá Sunnubraut til og með Miðbraut og allt þar á milli) á meðan.
Sorpílát fyrir frístundahús
Með breyttu fyrirkomulagi sorphirðu heimila í dreifbýli hafa frístundahús í héraðinu ekki lengur aðgang að grenndargámum til að losa sig við almennt sorp. Síðustu vikur hefur verið gámur fyrir utan gámasvæðið sem frístundahús hafa getið losað í en nú eru komin kör við félagsheimili sveitarfélagsins og Vörðufellsrétt á Skógarströnd. Neðangreindir staðir verða aðgengilegir allt árið og eru bara fyrir heimilisúrgang …
Nýtt fyrirkomulag sorphirðu hafið
Íslenska Gámafélagið fór sinn fyrsta hring um Dalina á miðvikudaginn síðasta, 13. janúar. Tunnur í Búðardal og dreifbýli vestan við voru tæmdar í þetta skiptið. Næsta hirðing skv. sorphirðudagatali er 27. janúar og verður þá tæmt aftur í Búðardal og farið í dreifbýli sunnan þorpsins. Þannig verður gangurinn fram í byrjun maí, hirt í Búðardal á tveggja vikna fresti (1 …
Heilsugæslan – breyttur opnunartími
Frá og með mánudeginum 18. janúar 2021 verður heilsugæslustöðin í Búðardal opin frá kl. 9:00 til kl. 15:00 – ath. að ekki er um skertan opnunartíma að ræða þar sem framvegis verður opið í hádeginu í stað þess að vera opið til kl. 16:00. Opnunartími á Reykhólum verður óbreyttur eða frá kl. 10:00 til kl. 16:00 (með fyrirvara um styttingu …
Breytt móttaka endurvinnslu
Frá áramótum hefur Íslenska Gámafélagið tekið alfarið yfir rekstur og umhirðu gámasvæðisins í Búðardal. Staðsetning íláta og skipulag verður með svipuðum sniði og áður, en móttaka og flokkun getur verið með aðeins breyttu sniði. Íbúar og aðrir notendur eru því hvattir til að ráðfæra sig við starfsmann á staðnum fyrir losun. Stærsta breytingin fellst í móttöku endurvinnsluúrgangs. Í stað margra …