Dalaveitur – tilkynning um rof á sambandi

Kristján IngiFréttir

Vegna viðgerðar á ljósleiðarastofni verður samband rofið á afmörkuðu svæði í Hvammssveit og á Fellsströnd, frá og með Ásgarði til og með Lyngbrekku/Staðarfells. Áætlað er að rjúfa kl. 10 á miðvikudaginn næsta, 6. janúar. Tengingar munu týnast inn í áföngum yfir daginn en áætlað að síðustu notendur verði komnir með samband eigi síðar en kl. 18. Öllu jafna á sambandið að koma sjálfkrafa og ekkert sem þarf að gera notenda megin. Tilkynning kemur hér á dalir.is þegar allir hafa verið tengdir.

 

Skemmdin var uppgötvuð fyrir skemmstu og var aðeins í hluta stofnsins sem var ekki í notkun. Hún hefur því ekki haft áhrif á tengingar í notkun hingað til. Notendur geta sent póst á kristjan@dalir.is eða hringt í 894-0831 ef það eru spurningar eða vandamál við að fá aftur virka tengingu.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei