Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 14. mars að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi:   Vindorkugarður við Hróðnýjarstaði Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum …

Opnunartími bókasafns

DalabyggðFréttir

Vegna sumarleyfa verður opnunartíma bókasafnsins seinkað um klukkustund frá miðjum apríl fram í miðjan júní.   Opnunartímar verða því frá 16. apríl til 13. júní  kl. 13:30 – 17:30

Skólastefna – umsagnir

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd afgreiddi á fundi sínum þann 29. apríl tillögu að skólastefnu fyrir Dalabyggð. Nefndin óskar eftir að fá umsagnir og athugasemdir við stefnuna fyrir lok júní.   Eru íbúar hvattir til að kynna sér hana og senda ábendingar vegna hennar á netfangið dalir@dalir.is.

Lóðasláttur ellilífeyrisþega

DalabyggðFréttir

Lífeyrisþegar sem eiga lögheimili í Dalabyggð geta sótt um að fá lóðir sínar slegnar allt að þrisvar sinnum í sumar.   Umsóknareyðublað liggur frammi á skrifstofu Dalabyggðar og er einnig að finna á heimasíðu sveitarfélagsins.   Ekki er slegið við húsnæði þar sem rekin er atvinnustarfsemi.

Laugar í Sælingsdal – rekstur

DalabyggðFréttir

Stjórn Dalagistingar ehf. ákvað á fundi sínum í apríl að auglýsa eftir aðilum sem hefðu áhuga á að vera með starfsemi á Laugum næsta vetur.   Er þeim sem áhuga hafa bent á að senda umsókn þar sem lýst er þeirri starfsemi sem myndi vera rekin í fasteignum Dalagistingar ehf. á netfangið sveitarstjori@dalir.is ekki síðar en 27. maí.   Hægt …

Aðalskipulag Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 10. apríl að auglýsa skipulags- og matslýsingu vegna breytingu á aðalskipulagi Dalabyggðar 2004 – 2016, samkvæmt 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin er eftirfarandi: Vindorkugarður í Sólheimum Með skipulags- og matslýsingu þessari er íbúum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að koma með ábendingar og athugasemdir sem snúa að málefnum aðalskipulagsins. Lýsingarferli …

Heyrnarfræðingar HTÍ

DalabyggðFréttir

Móttaka heyrnarfræðinga HTÍ  verður miðvikudaginn 5. júní við heilsugæslustöðina í Búðardal.     Heyrnarmælingar, ráðgjöf um heyrnartæki og aðstoð með stillingar. Bókanir eru í síma 581 3855 og á heimasíðu heyrnar- og talmeinastöðvar Íslands.

Háls-, nef og eyrnalæknir

DalabyggðFréttir

​Þórir Bergmundsson, háls-, nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslustöðinni í Búðardal mánudaginn 27. maí 2019 næstkomandi.   Tímapantanir eru í síma  432 1450

Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu

DalabyggðFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi munu standa fyrir íbúaþingi mánudaginn 6. maí 2019 undir yfirskriftinni Mótum framtíð Vesturlands í sameiningu. Þingið fer fram í Hjálmakletti í Borgarnesi og hefst kl. 13 og mun standa til kl. 16.   Markmiðið með þinginu er að fá íbúa á Vesturlandi til að koma saman, skiptast á skoðunum og hugmyndum um hvernig þeir vilja sjá Vesturland …

1.maí 2019 – Dalabúð

DalabyggðFréttir

Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu heldur samkomu miðvikudaginn 1. maí í Dalabúð.   Dagskrá Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS kl. 14:30 Sigursteinn Sigurðsson arkitekt kl. 14:40 Tónlistardeild Auðarskóla kl. 15:00 Helga Möller söngkona kl. 15:20 Kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Dekkhlaðið borð af Hnallþórum og fleira góðgæti að hætti Katrínar Ólafs.