Deiliskipulag fyrir Iðjubraut í Búðardal

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum 22. júní 2020 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi í Búðardal í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir atvinnusvæði við Iðjubraut í norðurjaðri byggðarinnar, austan Vesturbrautar. Landnotkun á svæðinu skv. gildandi aðalskipulagi Dalabyggðar er athafna- og iðnaðarsvæði og fellur nýtt deiliskipulag undir þá skilgreiningu.

Skipulagssvæðið er um 3,5 ha að stærð og mun það samanstanda af 15 lóðum frá um 650 m2 til 3.100 m2 að stærð.

Tillagan er sett fram á uppdrætti dags. 11.06.2020 og umhverfisskýrslu dags. 16.06.2020 og munu gögnin vera til sýnis frá 2. júlí 2020 á skrifstofu Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal.

Umsagnir, ábendingar og athugasemdir má skila til skriftstofu Dalabyggðar í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11 Búðardal, eða á netfang embættis skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins: skipulag@dalir.is fyrir 14. ágúst 2020. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests teljast samþykkir skipulagstillögunni.

Sjá nánar:

Iðjubraut – uppdráttur
Iðjubraut – greinagerð

Búðardalur 1. júlí 2020

Þórður Már Sigfússon, skipulagsfulltrúi.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei