Styrkir til bættrar einangrunar – Átaksverkefni 2013

DalabyggðFréttir

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið í samvinnu við Orkusetur hefur ákveðið að styrkja húseigendur sem ráðast vilja í endurbætur á einangrun húsnæðis. Átaksverkefni 2013 er beint að húsnæði þar sem auka má einangrun ofan á þakplötu eða milli sperra í þaki. Styrkt verða efniskaup á steinull og skilyrði er að koma megi fyrir að lágmarki 200 mm. Um styrk getur sótt hver …

Harmonikuhátíð fjölskyldunnar

DalabyggðFréttir

Harmonikufélagið Nikkólína og Harmonikuunnendur í Húnavatnssýslum standa fyrir harmonikuhátíð fjölskyldunnarhelgina 14. – 16. júní í Ásbyrgi á Laugarbakka. Dansað verður föstudags- og laugardagskvöld. Kaffihlaðborð og skemmtidagskrá á laugardeginum. Aðgangseyrir yfir helgina er 6.000 kr. Nánari upplýsingar gefa Ásgerður í símum 434 1502 / 866 5799 og Sólveig í símum 452 7107 / 856 1187.

Hestaþing Glaðs

DalabyggðFréttir

Hestaþing Glaðs verður haldið á reiðvellinum í Búðardal helgina 15. – 16. júní. Mótið er jafnframt úrtaka fyrir Fjórðungsmót Vesturlands. Á laugardeginum kl. 10 hefjast forkeppnir; í tölti, barna-, unglinga- og ungmennaflokkum, A og B flokkum gæðinga og B úrslit í tölti. Dagskráin hefst kl. 10. Á laugardagskvöldið kl. 20 hefjast kappreiðar; 150 m skeið, 250 m brokk, 250 m …

Lífsbjörg undir Jökli

DalabyggðFréttir

24 stunda sólstöðu- og áheitaganga verður um þjóðgarðinn Snæfellsjökul 22.-23. júní. Gengið verður í slóð verndarans Bárðar Snæfellsáss og safnað áheitum í þágu björgunarsveitarinnar Lífsbjargar. Gangan hefst í Dritvík þar sem Bárður tók land og endar 24 tímum síðar í Tröðinni á Hellissandi. Sólstöðugöngur hafa tíðkast á Snæfellsjökul á undaförnum árum. Á síðasta ári var gengið undir yfirskriftinni Lífsást undir …

Glaður – námskeið

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður stendur fyrir fjögurra tíma námskeiði með Guðmundi Margeiri Skúlasyni dagana 9. og 10. júní. Áætlað er að hafa 3-4 nemendur saman í hóp. Námskeiðsgjald ræðst af þátttöku en ekkert námskeið verður ef lítil þátttaka verður. Mummi verður svo einnig með fræðsluerindi um lög og reglur í gæðingakeppni og um útfærslur á sýningum. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir fullorðna, en …

Íbúakönnun 2013

DalabyggðFréttir

Samtök sveitafélaga á Vesturlandi standa nú fyrir íbúakönnun á Vesturlandi, eins og gert hefur verið á þriggja ára fresti frá árinu 2004. Í þessum könnunum hafa íbúar verið spurðir um ýmis álitamál sem tengjast þjónustu og aðstæðum þar sem þeir búa. Niðurstöður og upplýsingar könnunarinnar hafa reynst mikilvægar varðandi hvað betur mætti fara varðandi þjónustu við íbúa. Að þessu sinni …

Héraðsbókasafn – sumaropnun

DalabyggðFréttir

Héraðsbókasafn Dalasýslu verður eingöngu opið á þriðjudögum kl. 14-18 frá 1. júní til 15. ágúst. Lokað verður á fimmtudögum á sama tíma, þ.e. 1. júní – 15. ágúst þegar nýir vetraropnunartímar taka gildi.

Bátadagar á Breiðafirði

DalabyggðFréttir

Félag áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar (FÁBB) gengst fyrir sjöttu bátahátíð súðbyrtra trébáta á Breiðafirði 6. – 7. júlí í sumar. Þáttakendur safnast saman með báta sína á Reykhólum föstudaginn 5. júlí og farið verður yfir leiðarlýsinguna. Laugardaginn 6. júlí verður siglt frá Reykhólahöfn kl. 10 og siglt með Reykjanesi um Staðareyjar og inn Þorska-, Gufu- og Djúpafirði. Áð við Teigsskóg …

Tónleikar Auðarskóla

DalabyggðFréttir

Fimmtudaginn 16. maí verða lokatónleikar tónlistardeildar Auðarskóla í Dalabúð kl. 17. Allir eru velkomnir.

Bæjarhreinsun í Búðardal

DalabyggðFréttir

Árleg bæjarhreinsun skátafélagsins Stíganda verður í Búðardal fimmtudaginn 16. maí með mætingu við Dalabúð kl. 15:30. Skipt verður upp í hópa og gengið á alla staði í þorpinu og meðfram veginum að ristahliðum. Gott er að hafa fullorðna með í hverjum hóp. Áhugasamir íbúar geta líka mætt og tekið sérstök svæði. Á staðnum verða einnota hanskar og plastpokar. Gott er …