Fjórgangur – Glaður

DalabyggðFréttir

Hestamannafélagið Glaður heldur mót í fjórgangi í Nesoddahöllinni, laugardaginn 10. mars kl. 14. Keppt er í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokkum. Tekið er við skráningum til og með fimmtudeginum 8. mars. Skráningargjald er 1.000 kr. Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu Glaðs

Skátar safna fyrir ABC

DalabyggðFréttir

Skátar úr skátafélaginu Stíganda standa fyrir söfnun ABC barnahjálpar fimmtudaginn 1. mars frá kl. 14 í Búðardal. Börnin hjálpa börnum þar sem safnað er fyrir götubörn í Kenýa. Peningarnir sem safnast verða notaðir til þess að halda áfram með byggingu nýrrar heimavistar fyrir götubörn í Nairobi. Einnig verður byggður lítill skóla fyrir Maasai börn, sem búa á sléttunni við Kilimanjaro …

Íbúð til leigu

DalabyggðFréttir

Íbúðin að Sunnubraut 1a í Búðardal er laus til leigu. Íbúðin er 4 herberja um 102,5 m2. Umsóknareyðublað og reglur um úthlutun leiguíbúða eru á vef Dalabyggðar. Umsóknarfrestur er til 5. mars nk. Sveitarstjóri Dalabyggðar

Félagsvist í Árbliki

DalabyggðFréttir

Önnur félagsvist vetrarins hjá Kvenfélaginu Fjólu verður haldin föstudaginn 2. mars í Árbliki kl. 20:30. Aðgangseyrir er 800 kr og er kaffi og meðlæti innifalið. Frítt er fyrir 14 ára og yngri.

Mottumarz

DalabyggðFréttir

Meira en sjö hundruð karlar greinast ár hvert með krabbamein. Rannsóknir sýna að með forvörnum og heilbrigðu lífi er hægt að koma í veg fyrir eitt af hverjum þremur tilfellum. Mottumars 2012 hefst næsta fimmtudag og eru allir sem geta hvattir til þátttöku. Með því að safna skeggi er sýnd samstaða og um leið safnað áheitum til styrktar málefninu. Átakið …

Rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni, tækifæri eða tálmanir?

DalabyggðFréttir

Í tengslum við atvinnusýninguna í Borgarbyggð verður málstofa með yfirskriftinni „Rekstur fyrirtækja á landsbyggðinni, tækifæri eða tálmanir?“ laugardaginn 25. febrúar, kl. 10:35 í Hjálmakletti, Borgarnesi. Fyrir málstofunni stendur Rótarýklúbbur Borgarness í samstarfi við Borgarbyggð, Menntaskóla Borgarfjarðar og SSV þróun og ráðgjöf. Dagskrá málstofunnar Kl. 10:35 Setning málstofu. Magnús B. Jónsson forseti Rótarýklúbbs Borgarness Kl. 10:40 Atvinnurekstur á landsbyggðinni. Sjöfn Sigurgísladóttir, …

Öskudagur 2012

DalabyggðFréttir

Í myndasafnið eru nú komnar myndir frá öskudeginum. Myndir frá heimsóknum í stjórnsýsluhúsið tók Magnína Kristjánsdóttir. Björn Anton Einarsson (Toni) tók myndir af heimsóknum í Mjólkurstöðina og frá öskudagsskemmtun foreldrafélags Auðarskóla.

Ungmennaráð Dalabyggðar

DalabyggðFréttir

Fræðslunefnd staðfesti skipun ungmennaráðs Dalabyggðar á fundi sínum 2. febrúar. Stefnt er að stofnfundi í apríl. Aðalmenn eru Elín Margrét Böðvarsdóttir og Sigurður Bjarni Gilbertsson skipuð af stjórn UDN og Angatýr Ernir Guðmundsson skipaður af nemendafélagi Auðarskóla. Varamenn eru Sæþór Sindri Kristinsson og Gunnlaug Birta Þorgrímsdóttir skipuð af stjórn UDN og Bragi Gíslason skipaður af nemendafélagi Auðarskóla.

Vinnandi vegur

DalabyggðFréttir

VINNANDI VEGUR er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins. Ávinningur allra er hafður að leiðarljósi. Um leið og atvinnurekendum er gert kleift að nýráða starfsfólk er atvinnuleitendum gefið tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu. Með þátttöku í VINNANDI VEGI eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda. Átakið beinir sjónum sérstaklega að einstaklingum sem hafa …

HVE – Búðardal

DalabyggðFréttir

Heilbrigðisstofnun Vesturlands í Búðardal þjónar íbúum í sveitarfélögunum Dalabyggð og Reykhólahreppi. Starfsvæðið nær frá Álftafirði vestur á Litlanes á sýslumörkum Austur- og Vestur Barðastrandasýslna. Læknar HVE Búðardal veita einnig læknisþjónustu við hjúkrunarheimilin Barmahlíð, Silfurtún og Fellsenda. Heilsugæslustöðin í Búðardal er til húsa að Gunnarsbraut 2. Yfirlæknir er Þórður Ingólfsson og yfirhjúkrunarfræðingur Ásgerður Jónsdóttir. Sími er 432 1450. Vaktsími heilsugæslulæknis er …