Þorrablót á Borðeyri

DalabyggðFréttir

Árlegt þorrablót nágranna okkar í Hrútafirði verður á Borðeyri laugardaginn 18. febrúar og hefst kl. 20:30, húsið opnar kl. 19:30. Hljómsveitin „Strákarnir okkar“ leikur fyrir dansi, Einar Georg sér um annálinn, Gæðakokkar um matinn og nefndin um skemmtiatriðin. Miðaverð er 6.000 kr og 2.500 kr á dansleikinn. Miðapantanir berist fyrir miðvikudagskvöldið 15. febrúar í síma 451 1176 / 848 3852 …

Dagur leikskólans

DalabyggðFréttir

Mánudaginn 6. febrúar er dagur leikskólans og í tilefni dagsins verður opið hús hjá leikskóladeild Auðarskóla. Foreldrar, afar, ömmur, frændur, frænkur og vinir eru velkomnir í heimsókn á milli 9:00-11:30 og 13:30-15:00. Kl. 9:30 verður sameiginlega söngstund og tilvalið að koma og syngja með leikskólabörnunum. Dagur leikskólans er nú haldinn í fimmta sinn. Er hann samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda …

Boxnámskeið

DalabyggðFréttir

Boxnámskeið verður haldið með Gunnari fjórföldum Íslandsmeistara í hnefaleikum helgina 3.-5. febrúar í æfingasal Ólafs Páa. Æft verður í tveimur hópum 13-18 ára og 18 ára og eldri. Upplýsingar og skráning er hjá Stjána í síma 771 6454 og Baldri í síma 864 8684. Verð er 3.500 kr fyrir 13-18 ára og 4.500 kr fyrir 18 ára og eldri. Á …

Smalinn 2012

DalabyggðFréttir

Fyrsta mót ársins hjá Glað er smalakeppni sunnudaginn 5. febrúar kl. 16.Keppnin fer fram í Nesoddahöllini í Búðardal. Keppt verður í barna-, unglinga-, ungmenna- og opnum flokki. Tekið er við skráningum til kl. 12 sunnudaginn 5. febrúar. Skráningargjald er 500 kr. og aðeins skuldlausir félagar hafa keppnisrétt. Skráningar eru hjá Þórði (893 1125, thoing@centrum.is), Svölu (861 4466, budardalur@simnet.is) og Herdísi …

Garðfuglahelgi Fuglaverndar

DalabyggðFréttir

Árleg garðfuglahelgi Fuglaverndar verður föstudag til mánudags, 27.-30. janúar. Framkvæmd athugunarinnar er einföld. Það eina sem þarf að gera er að fylgjast með garði í klukkutíma einhvern ofangreindra fjóra daga. Skrá hjá sér hvaða fuglar koma í garðinn og mesta fjölda af hverri tegund á meðan athugunin stendur yfir. Að athugun lokinni eru niðurstöður skráðar á Garðfuglavefnum. Einnig er hægt …

Þorrablót Suðurdala

DalabyggðFréttir

Þritugasta og níunda þorrablót Suðurdala verður haldið í Árbliki laugardaginn 4. febrúar. Húsið opnar kl. 20 og borðhald hefst kl. 20:30. Höfðakaffi sér um matinn, Suðurdalamenn um skemmtiatriðin og hljómsveitin „Gammel Dansk“ um dansleikinn. Miðapantanir þurfa að berast í síðasta lagi þriðjudaginn 31. janúar til Ernu í síma 434 1372 / 865 4342 eða Rakelar í síma 434 1103 / …

Laust starf skólaliða

DalabyggðFréttir

Skólaliða vantar í 68,75% starf við leikskóladeild Auðarskóla. Vinnutími er frá 11.30 – 17.00. Næsti yfirmaður er aðstoðarleikskólastjóri. Á starfsviði skólaliða er vinna við þrif, í eldhúsi og þvottahúsi, við afleysingar í forföllum og ýmis önnur störf. Þrif Skólaliðin sér um öll hefðbundin dagþrif á leikskólanum. Þrifin fara fram þegar einstök svæði eru ekki í notkun. Aðstoðarleikskólastjóri og skólaliði gera …

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins

DalabyggðFréttir

Málþing um eflingu sveitarstjórnarstigsins verður haldið föstudaginn 10. febrúar í Háskólanum á Akureyri klukkan 11:00 til 15:30. Málþingið er í samvinnu nefndar um eflingu sveitarstjórnarstigsins, Innanríkisráðuneytisins og Háskólans á Akureyri. Dagskrá 11:00 Ráðstefnugestir boðnir velkomnir: Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri. 11:05 Setning: Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra flytur ávarp. 11:20 Ávarp: Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. 11:30 Frá starfi …

Styrkir til atvinnumála kvenna

DalabyggðFréttir

Nú hefur verið opnað fyrir umsóknir um styrki til atvinnumála kvenna er velferðarráðherra veitir árlega. Styrkir þessir hafa verið veittir síðan árið 1991 og er markmið þeirra að efla atvinnulíf og auka aðgengi kvenna að fjármagni. Til ráðstöfunar að þessu sinni eru 30 milljónir og er hámarksstyrkur að þessu sinni kr. 3.000.000. Sérstök ráðgjafanefnd metur umsóknir og er umsóknarfrestur til …

Syngjandi konur á Vesturlandi

DalabyggðFréttir

Öllum syngjandi konum á Vesturlandi er velkomið að taka þátt í vinnuhelgi með Kristjönu Stefánsdóttur, djasssöngkonu helgina 3.-4. mars í Hjálmkletti í Borgarnesi. Markmiðin eru að efla söng og þjálfun meðal kvenna á Vesturlandi, hvetja ungar konur til að ganga til liðs við kóra,kalla til samstarfs konur víðsvegar að úr landshlutanum, gefa konum sem syngja í blönduðum kórum kost á …