Álagning fasteignagjalda

DalabyggðFréttir

Álagningu fasteignagjalda (fasteignaskattur, lóðarleiga, vatnsgjald, sorpgjald, fráveita og rotþróargjald) er lokið og hafa álagningarseðlar verið birtir á Ísland.is.

Fyrir þá sem greiða upp fasteignagjöldin fyrir 15. febrúar er 3% staðgreiðsluafsláttur.

Álagningarseðlar verða ekki sendir á pappír heldur aðeins birtir á Ísland.is.
Þeir sem óska eftir að fá álagningarseðilinn sendan í tölvupósti eða útprentaðan geta sent beiðni um slíkt á dalir@dalir.is eða hringt í skrifstofu Dalabyggðar á símatíma kl. 9-13, síminn er 430 4700.

Nánari upplýsingar varðandi álagningu fasteignagjalda:

Útsvar og fasteignagjöld 2021

Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

Reglur um afslátt af fasteignaskatti og holræsagjaldi til elli- og örorkulífeyrisþega í Dalabyggð

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa í Dalabyggð 2021

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei