Allt er sjötugum fært

DalabyggðFréttir

Sturlaugur á Efri-Brunná gerði sér lítið fyrir og gekk á 102 fjöll fyrstu átta mánuði ársins.
Sturlaugur Eyjólfsson er félagi í Ferðafélagi Íslands og skráði fjallgöngur sínar í Fjallabók FÍ. Hann byrjaði að safna fjöllum í upphafi árs og átta mánuðum síðar voru fjöllin orðin 102.
Þá gekk Sturlaugur Glerárhringinn í sumar en þá eru gengið samfleytt í 24 klukkutíma á 24 fjöll. Sturlaugur er langelstur þeirra sem farið hafa þessa erfiðu göngu en hann er sjötugur.
Sturlaugur fær sérstaka viðurkenningu frá Ferðafélaginu og gjöf frá Cintamani. Það má segja að allt sé sjötugum fært.
Frétt af vef Ferðafélags Íslands
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei