Andleg sjálfsvörn

DalabyggðFréttir

Einstakur fyrirlestur sem byggir á persónulegri reynslu Sigursteins Mássonar formanns Geðhjálpar og glímu hans við geðhvörf.
Fjallað er um leiðir til að vernda geðheilbrigði og varnir gegn neikvæðum hugsunum og áreiti í samskiptum fólks. Einnig er farið yfir hugrænar leiðir til að ná utan um eigið hlutverk og tilgang á mismunandi tímabilum í lífi fólks. Fjallað er um óttann og það sem raunverulega skiptir máli í lífinu.
Andleg sjálfsvörn tengir hið líkamlega og hið andlega saman með því að lögð er áhersla á að fólk verji sig tæknilega í stað tilfinningalega þegar þess er kostur. Farið er yfir raunhæfar aðferðir til þess í fyrirlestrinum.
Fjölbrautarskóli Snæfellinga í Grundarfirði
Mán. 7.feb. kl. 19:30-20:30
Auðarskóli í Búðardal
Þri. 8. feb. kl. 19:30-20:30
Húsnæði Símenntunar í Borgarnesi
Mið. 9.feb. kl. 19:30-20:30
Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi
Fim.10. feb. Kl. 19:30-20:30
Aðgangur er ókeypis, en nauðsynlegt að skrá sig
Sími 437-2390 eða skraning@simenntun.is
  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei