Átak til atvinnusköpunar er styrkáætlun iðnaðarráðuneytisins fyrir nýsköpunarverkefni og markaðsaðgerðir starfandi frumkvöðla- og nýsköpunarfyrirtækja.
Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur umsjón með umsóknarferlinu fyrir hönd iðnaðarráðuneytisins.
Markmið verkefnisins er að styðja við þróun nýsköpunarhugmynda á fyrri stigum og við undirbúning og framkvæmd markaðsaðgerða.
Styrkir geta að hámarki numið 50% af heildarkostnaði verkefnisins. Mikilvægt er að umsóknir séu vel gerðar og að öll gögn fylgi með þeim. Ekki er veittur styrkur til fjárfestinga.
Umsóknarfrestur haustið 2012 er 20. september.
Frekari upplýsingar, eyðublöð og fleira er að finna á heimasíðu Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.