Dalabyggð óskar eftir tilboðum í verkið „Dalabyggð. Grunnskólinn í Búðardal. Endurnýjun þakklæðningar, þakkants ofl.“
Verkið felur í sér að rífa núverandi trapizustál af þaki og setja bárustál í staðinn, endurnýja þakpappa, skotrennur, flasningar, kjöljárn ofl. Einnig skipta um burðarvirki og núverandi trapizustál á þakkanti og setja klæðningu í staðinn, skipta um þakrennur, niðurfallsrör og skipta um klæðningu neðan á þakkanti.
Þakflötur er um 600m2 og þakkantur um 100 m.
Skiladagur verksins er 5. ágúst 2016.
Útboðsgögn verða afhent rafrænt og án endurgjalds í stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar, Miðbraut 11, 370 Búðardal og hjá Verkís, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi frá og með 4. maí n.k.
Hægt er að óska eftir gögnum hjá Boga Kristinssyni skipulags- og byggingarfulltrúa á netfangið bogi@dalir.is og í síma 430-4700 eða hjá Jökli Helgasyni á netfangið jh@verkis.is eða í síma 422-8000.
Tilboð verða opnuð hjá Verkís, Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi, 18. maí 2016, kl. 11:00.
Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.