Auglýsing um breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016

DalabyggðFréttir

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum þann 18. nóvember að auglýsa tvær tillögur að breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingarnar felast í því að 400 ha iðnaðarsvæði til vindorkunýtingar er fært inn í aðalskipulag á svæðum sem eru skilgreind sem landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Umrædd svæði eru í landi Hróðnýjarstaða og í landi Sólheima.

Tillöguuppdrættir ásamt greinargerðum verða til sýnis í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar í Búðardal og hjá Skipulagsstofnun, frá mánudeginum 23. nóvember til miðvikudagsins 20. janúar 2021. Gögnin má einnig nálgast hérna fyrir neðan.

Athugasemdafrestur vegna ofangreindra tillagna er til 20. janúar 2021 og skal athugasemdum vinsamlegast skilað til skipulagsfulltrúa Dalabyggðar, Stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11, 370 Búðardal eða með tölvupósti í netfangið: skipulag@dalir.is, merkt: „Hróðnýjarstaðir – Breyting á Aðalskipulagi“ eðaSólheimar – Breyting á Aðalskipulagi“ eftir því sem við á.

Skipulagsgögn:

Breyting vegna vindorkuvers á Hróðnýjarstöðum

Breyting vegna vindorkuvers á Sólheimum

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei