
Hjónin Sigrún Valgerður Gestsdóttir og Sigursveinn Magnússon koma fram ásamt dætrum sínum Diljá og Ólöfu Sigursveinsdætrum. Þau starfa öll við tónlist, Ólöf er sellóleikari og -kennari, Diljá er fiðluleikari og -kennari, Sigrún kennari og söngkona og Sigursveinn hefur starfað sem skólastjóri og komið að ýmsum málum sem tengjast tónlist. Öll hafa þau áhuga á flutningi gamallar tónlistar.
Frítt er inn á tónleikana.