Bók til landsmanna – Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær

DalabyggðFréttir

Forsætisráðuneytið, í samvinnu við Forlagið, gefur út bók með þjóðhátíðarljóðum og greinum um fjallkonuna sem verði gefin landsmönnum.

Í Dalabyggð verður hægt að nálgast bókina í Stjórnsýsluhúsi Dalabyggðar fyrir framan bókasafnið.

Húsið er opið alla daga frá kl. 09:00 til a.m.k. 13:00 en oft lengur t.d. til 17:30 á þriðjudögum og fimmtudögum út júní.

Titill bókarinnar er Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær, með vísan til ljóðs Þorsteins Erlingssonar.
Fjallkonan er þjóðartákngervingur Íslands, táknmynd sjálfstæðrar þjóðar og lands. Í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar, ávörpin sem flutt hafa verið af íslenskri fjallkonu allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Þýðingar á formál og útdrætti greina verða á pólsku og ensku.

  • Var efni síðunnar hjálplegt?
  • Nei