Óveruleg breyting – skólphreinsistöð í Búðardal
Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti 18. ágúst 2023 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Dalabyggðar 2020-2032 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í tilfærslu iðnaðarsvæðis I-6, sem er 0,1 ha reitur fyrir skólphreinsistöð á Búðardal, til norðurs. Lögun og stærð I-6 breytist lítilsháttar og verður 0,16 ha eftir breytingu. Greinargerð með rökstuðningi er á uppdrætti dags. 14. ágúst 2023 í mkv. 1:10.000 og er aðgengileg í Skipulagsgátt https://skipulagsgatt.is/issues/2023/559
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.
Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Dalabyggðar.
Sveitarstjóri Dalabyggðar